UM MIG
GUÐRÚN ÁRNÝ KARLSDÓTTIR
Ég er fædd 23. mars 1982 og ólst að mestu leyti upp í Hafnarfirði og hef komið mér upp heimili þar í dag. Ég starfa sem tónmenntakennari í grunnskóla og söngkona. Ég syng og spila undir á píanó í brúðkaupum, jarðarförum, á veitingastöðum og við önnur tilefni.
BA í tónlist með píano sem aðalhljóðfæri, frá Listaháskóla Íslands.
Diplóma í kennsluréttindum.
MENNTUN
-
Það má segja að ferilinn minn hóf göngu sína þegar ég sigraði söngvakeppni framhaldsskólana árið 1999 með laginu To Love You More með Celine Dion.
-
Ég söng í alls sex sýningum á Brodway á Hótel Íslandi.
-
Ég gaf út plötuna Eilíft Augnablik árið 2006 þar sem ég samdi nokkur lög á plötunni og söng við eigin undirleik.
-
Ég kom fram með Frostrósum árin 2002-2005, 2008, 2011 og 2012.
-
Ég tók þátt í Jólin Allstaðar árið 2012, tónleikaferðalagi um landið. Við héldum 19 tónleika og að auki var gefin út jólaplata í kjölfarið.
-
Ég hef mörgum sinnum tekið þátt og sungið í undankeppni Eurovision.
-
Frá árinu 2018, ég hef haldið regluleg „Sing-a-long“ kvöld á Krydd í Hafnarborg, Hafnarfirði.
-
Árið 2020 gaf ég út albúm á Spotify,
titlað: Undir ykkar áhrifum.
-
Árið 2020 tók ég upp fullt af undirspilum, píanóundirleik, ætluð fyrir tónmenntakennslu á Íslandi sem og fyrir eldri borgara sem má finna á YouTube. Tilvalið fyrir alla þá sem vilja syngja sér til ánægju og skemmtunar.
-
2021 - söng með Tónaflóði á Akureyri vegum RÚV og einnig á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti og fyrir tómum dal, tónleikunum var streymt til allra á vegum Senu.
-
2022 - Hélt ég mína fyrstu stóru tónleika, 90´ballöður í Silfurbergi Hörpu. Fékk svo það stórkostlega tækifæri að vera með partýsöng á þjóðhátíð, fyfir alla brekkuna í Eyjum og stökk svo yfir á Neistaflug og fékk alla þar til að syngja með mér.
-
2023 gaf ég út 90´s Nostalgíu tónleikana mína í hljóði og mynd. Þá er að finna á öllum helstu streymisveitum og hægt að sjá þá á stod2+.
Gaf út rólega píanóútgáfu af laginum Hjá þér, eftir Guðmund Jónsson.
Hélt tvenna (80´s og 90´s) Nostalgíu tónleika í Silfurbergi og einnir á Akureyri.
Jólatónleikarnir mínir á sínum stað og að þessu sinni með strengjakvartett og kammer kór.