top of page

SÖNGBÓK

Vegbúinn 

Lag og texti: Kristján Kristjánsson (KK) 

 

Þú færð aldrei’að gleyma 

þegar ferð þú á stjá. 

Þú átt hvergi heima 

nema veginum á.  

 

Með angur í hjarta 

og dirfskunnar móð 

þú ferð þína eigin, ótroðnu slóð. 

 

Vegbúi, sestu mér hjá. 

Segðu mér sögur, 

já, segðu mér frá. 

Þú áttir von,    

nú er vonin farin á brott 

flogin í veg, úúúú. 

 

Eitt er að dreyma og annað að þrá. 

Þú vaknar að morgni veginum á. 

 

Vegbúi, sestu mér hjá. 

Segðu mér sögur, 

já, segðu mér frá. 

Þú áttir von, nú er vonin  

farin á brott, flogin í veg, úúúú. 

 

 

Víkivaki 

Lag: Valgeir Guðjónsson  

Texti: Jóhannes úr Kötlum  

 

Sunnan yfir sæinn breiða  

sumarylinn vindar leiða.  

Draumalandið himinheiða  

hlær - og opnar skautið sitt.  

 

Vorið kemur, heimur hlýnar,  

hjartað mitt. 

 

Gakk þú út í græna lundinn,  

gáðu fram á bláu sundin.  

Mund´að það er stutt hver stundin,  

stopult jarðneskt yndi þitt.  

 

Vorið kemur, heimur hlýnar,  

hjartað mitt!  

 

Aaaaaaa  

Vorið kemur, heimur hlýnar,  

hjartað mitt. 

 

Allt hið liðna er ljúft að geyma  

láta sig í vöku dreyma.  

Sólskinsdögum síst má gleyma,  

segðu engum manni hitt!  

 

Vorið kemur, heimur hlýnar,  

hjartað mitt.  

 

Aaaaaaa  

Vorið kemur, heimur hlýnar,  

hjartað mitt.  

 

 

Ég veit þú kemur  

Lag: Oddgeir Kristjánsson 

Texti: Ási í Bæ 

Ég veit þú kemur í kvöld til mín 

þótt kveðjan væri stutt í gær. 

Ég trúi ekki á orðin þín, 

ef annað segja stjörnur tvær. 

 

Og þá mun allt verða eins og var 

sko áður en þú veist, þú veist. 

Og þetta eina sem út af bar 

okkar á milli í friði leyst. 

 

Og seinna, þegar tunglið  

hefur tölt um langan veg, 

þá tölum við um drauminn  

sem við elskum, þú og ég. 

 

Ég veit þú kemur í kvöld til mín 

þótt kveðjan væri stutt í gær. 

Ég trúi ekki á orðin þín, 

ef annað segja stjörnur tvær. 

Manstu ekki eftir mér 

Lag: Ragnhildur Gísladóttir  

Texti: Þórður Árnason 

 

Ég er á vestur leiðinni, á háheiðinni. 

Á hundrað og tíu,  

ég má ekki verða of seinn. O - Ó. 

Það verður fagnaður mikill  

vegna opnunar, 

fluggrillsjoppunnar. 

Svo ég fór, og pantaði borð fyrir einn. 

 

Manstu’ ekki eftir mér?   

Mikið líturðu vel út beibí,  

frábært hár. 

Manstu’ ekki eftir mér?   

Hvar ertu búin að vera öll þessi ár.  

 

Ég hef nokkurn lúmskan grun um að, 

ein gömul vinkona 

geri sér ferð þangað líka. 

Ég veit hvað ég syng...  O – Ó 

Hún er svo til á sama aldri og ég, 

asskoti hugguleg 

og svo er 

hún á hraðri leið inn á þing. 

 

Manstu’ ekki eftir mér?   

Mikið líturðu vel út beibí,  

frábært hár. 

Manstu’ ekki eftir mér?   

Hvar ertu búin að vera öll þessi ár.  

 

Ég er á vestur leiðinni, á háheiðinni. 

Á hundrað og tíu,  

ég má ekki verða of seinn. O - Ó. 

Það verður fagnaður mikill  

vegna opnunar, 

fluggrillsjoppunnar. 

Svo ég fór, og pantaði borð fyrir einn. 

 

Manstu’ ekki eftir mér?   

Mikið líturðu vel út beibí,  

frábært hár. 

Manstu’ ekki eftir mér?   

Hvar ertu búin að vera öll þessi ár.  

Í síðasta skipti 

Lag: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson  

Texti: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson, Friðrik Dór Jónsson 

 

Ég man það svo vel.

     

Manstu það hvernig ég sveiflaði þér 

fram og til baka í örmunum á mér. 

Ég man það, ég man það svo vel. 

Því þessar minningar, minningar  

kvelja mig, kvelja mig 

gerðu það, leyf mér að leiða þig. 

 

Í síðasta skipti 

haltu í höndina á mér og ekki sleppa. 

Sýndu mér aftur hvað er að elska 

og o-o-o-o...  segðu mér, 

að þú finnir ekkert og enga neista 

og slokknað í þeim glóðum  

sem brunnu heitast. Þá rata ég út. 

 

Ég man það svo vel. 

Manstu það hvernig þú  

söngst alltaf með? 

Hver einasta bílferð  

sem tónleikar með þér. 

Ég man það,  

ég man það svo vel 

 

Því þessar minningar, minningar  

kvelja mig, kvelja mig 

gerðu það, leyf mér að leiða þig. 

 

Í síðasta skipti....  

Ég lifi í voninni  

Lag og texti: Jóhann G. Jóhannsson 

 

Ég lifi í voninni 

að ég geispi ekki golunni 

deyi úr leiðindum 

eða gangi hreint af göflunum.   

       

Ég þoli ekki mánudag 

en skána strax við þriðjudag 

í banastuði fimmtudag,    

föstudag og laugardag. 

 

Ég elska stuð og helgarfrí    

svolítið sukk og svínarí    

vil svo eiga sælan sunnudag 

og slappa af. 

 

Ég vil lifa lífinu 

upplifa slatta af hamingju 

nenn’ ekki að hanga hér 

vil ferðast og skemmta mér. 

 

Já, ég vil lifa lífinu 

upplifa slatta af hamingju 

nenn’ ekki að hanga hér    

vil ferðast og skemmta mér. 

Ég elska stuð og helgarfrí    

svolítið sukk og svínarí    

vil svo eiga sælan sunnudag 

og slappa af. 

 

Ég vil lifa lífinu... 

 

 

Ofboðslega frægur  

Lag: Jakob Frímann Magnússon, Egill Ólafsson, Þórður Árnason 

Texti: Jakob Frímann Magnússon, Egill Ólafsson. 

 

Hann er einn af þessum stóru 

sem í menntaskólann fóru 

og sneru þaðan valinkunnir andans menn. 

Ég sá hann endur fyrir löngu 

í miðri Keflavíkurgöngu 

Hann þótti helst til róttækur og þykir enn. 

 

Já hann er, enginn venjulegur maður. 

Og hann býr, í næsta nágrenni við mig. 

Og hann er alveg ofboðslega frægur. 

Hann tók í höndina á mér, heilsaði mér. 

Hann sagði, “Komdu sæll og blessaður” 

Ég fór gjörsamlega í hnút. 

Hann sagði, “Komdu sæll og blessaður” 

Ég hélt ég myndi fríka út 

 

Hann hefur samið fullt af ljóðum 

alveg ofboðslega góðum 

sem fjalla aðallega um sálarlíf þíns innri manns. 

Þau er ekki af þessum heimi 

þar sem skáldið er á sveimi 

miðja vegu milli malbiksins og regnbogans. 

 

Já hann er.... 

 

Við ræddum saman heima og geyma. 

Ég hélt mig hlyti að vera að dreyma 

en ég var örugglega vakandi. 

Mér fannst hann vera ansi bráður 

hann spurði hvort ég væri fjáður 

og hvort ég væri allsgáður og akandi 

 

Já hann er.... 

 

 

Hjá þér  

Lag: Guðmundur Jónsson  

Texti: Friðrik Sturluson 

 

Þegar kviknar á deginum      

og í lífinu ljós, 

þegar myrkrið hörfar frá mér,    

þá er eitthvað sem hrífur mig  

líkt og útsprungin rós, 

þá vil ég vera hjá þér.  

 

Ég vil bæði lifa og vona, 

ég vil brenna upp af ást. 

Ég vil lifa með þér svona, 

ég vil gleðjast eða þjást. 

Meðan leikur allt í lyndi, 

líka þegar illa fer, 

meðan lífið heldur áfram, 

þá vil ég vera hjá þér.  

 

Meðan skuggarnir stækka og ýta húminu að 

gamall máninn bærir á sér. 

Þá vil ég eiga andartak inn á rólegum stað.  

Þá vil ég vera hjá þér.  

 

Ég vil bæði lifa og vona... 

Meðan leikur allt í lyndi, 

líka þegar illa fer, 

meðan lífið heldur áfram, 

þá vil ég vera hjá þér.  

 

 

Einskonar ást  

Lag: Magnús Kjartansson 

Texti: Magnús Eiríksson 

 

Þig vil ég fá til að vera mér hjá 

Vertu nú vænn og segðu: Já  

Því betra er að sjást 

en kveljast og þjást af einskonar ást.    

Þú veist að við tvö, eigum svo margt 

Sameiginlegt, því finnst mér það hart 

að heyra ekki í þér 

vankaði vinur, svaraðu mér.  

 

Símtólið tek, tala í það 

til þess að ákveða    

stundina og staðinn sem við tvö.   

Getum vakið upp draug  

af gömlum haug 

Ég græt eða syng  

þú gafst mér þó hring 

Hættum að slást og

reynum að finna einskonar ást.  

 

 

Kátir voru karlar 

Lag: Erlent 

Texti: Geir Zoega 

 

Kátir voru karlar á kútter Haraldi 

til fiskiveiða fóru frá Akranesi. 

Og allir komu þeir aftur  

og enginn þeirra dó. 

Af ánægju út að eyrum 

hver einasta kerling hló. 

Hún hló, hún hló,  

Hún skelli skelli hló 

Hún hló, hún hló,  

Hún skelli skelli hló 

 

 

SYRPA  

Lög: Sigfús Halldórsson, Magnús Eiríksson, Jimmy Fontana, Bubbi Morthens 

Textar: Sigurður Elíasson, Magnús Eiríksson, Jónas Friðrik, Bubbi Morthens 

 

Lækur tifar létt um máða steina. 

Lítil fjóla grær við skriðufót. 

Bláskel liggur brotin milli hleina 

Í bænum hvílir íturvaxin snót.  

 

Ef ég væri orðin lítil fluga. 

Ég inn um gluggann þreytti flugið mitt. 

Og þó ég ei til annars mætti duga 

Ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.

 

og eflaust gæti kitlað nefið þitt. 

 

Ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni 

til þess að segja þér  

hve heitt ég elska þig. 

En orðin koma seint  

og þó ég hafi reynt, 

mér gengur nógu illa að skilja  

sjálfan mig.

 

Ég er á leiðinni... 

 

Góða ferð, góða ferð, góða ferð   

góða ferð já það er allt og síðan bros 

   

Því ég geymi alltaf vinur  

það allt er gafstu mér   

góða ferð, vertu sæll já góða ferð 

 

Góða ferð... 

 

Þessi fallegi dagur 

Þessi fallegi dagur 

Aaaaaaaa 

  

Þessi fallegi dagur 

Þessi fallegi dagur

 

Aaaaaaaa 

 

Í larí ei 

Lag: Guerreiro, Dito, Cehinha  

Texti: Ómar Ragnarsson  

 

Komd’að leika, komd’að leika. 

Komd’í fullt af leikjum nú. 

Komd’að hoppa, komd’að sippa 

komd’í parís og snú snú  

 

Létt við snúum sippubandi 

síðan hoppum ég og þú. 

Þetta er sko enginn vandi 

öll við saman syngjum nú  

 

Í larí, larí, larí, ei, o, o, o, 

Í larí, larí, larí, ei, o, o, o, 

Í larí, larí, larí, ei, o, o, o, 

fram og aftur, upp og niður 

aldrei fáum af því nóg.  

 

Allir krakkar er’að leika, 

ofsalega er gaman nú. 

Allir klappa, allir klappa 

og svo hoppum ég og þú.  

 

Áfram allur krakkafansinn 

er svo samtaka í dag. 

Allir dansa sama dansinn, 

dans’ og syngja þetta lag.  

 

Í larí, larí, larí, ei, o, o, o ... 

 

Vertu til 

Lag: Rússneskt þjóðlag 

Texti: Tryggvi Þorsteinsson  

  

Vertu til er vorið kallar á þig, 

vertu til að leggja hönd á plóg.  

Komdu út því að sólskinið vill sjá þig  

sveifla haka og rækta nýjan skóg, HEY!  

sveifla haka og rækta nýjan skóg. HEY!  

 

 

Ferðalok / Ég er kominn heim  

Lag: Kalman 

Texti: Jón Sigurðsson 

 

Er völlur grær og vetur flýr 

og vermir sólin grund. 

Kem ég heim og hitti þig, 

verð hjá þér alla stund. 

 

Við byggjum saman bæ í sveit 

sem brosir móti sól. 

Þar ungu lífi landið mitt 

mun ljá og veita skjól. 

 

Sól slær silfri á voga, 

sjáið jökulinn loga. 

Allt er bjart yfir okkur tveim, 

því ég er kominn heim.... 

 

Að ferðalokum finn ég þig 

sem mér fagnar höndum tveim. 

Ég er kominn heim, 

já, ég er kominn heim. 

 

Sól slær silfri á voga, 

sjáið jökulinn loga. 

Allt er bjart yfir okkur tveim, 

því ég er kominn heim.... 

 

Að ferðalokum finn ég þig ... 

bottom of page