top of page

Söngur og píanóleikur:
Guðrún Árný Karlsdóttir 


Strengja kvartett

Fiðla 1 - Laura Airola

Fiðla 2 - Kukka Lehto

Viola - Mauri Kuokkanen

Cello - Iida-Vilhelmiina Sinivalo

Útgefandi: Guðrún Árný Karlsdóttir / GUNSO Slf.

Upptökustjórn:  Matti Kallio og Guðrún Árný Karlsdóttir 
Píanóútsetningar: Guðrún Árný Karlsdóttir

Strengjaútsetningar: Matti Kallio

Hljóðblöndun:  Matti kallio / Fireland Studio 

 

Upptökumaður: Petri Majuri / E-Studio

Hljómjöfnun: Svante Forsbäck / Chartmakers West

Hönnun og umbrot: Ólög Erla / SVART DESIGN

Til þín....

 

Að syngja við jarðarfarir er eitt það dýrmætasta sem ég geri. Að geta gert gagn við annars sorglegar og átakanlega erfiðar aðstæður er gjöf. Ég hef alltaf viljað gera mitt besta í að læra og flytja þau lög sem aðstandendur óska eftir. Þakklát fyrir að hafa kynnst svona mikið af fallegri tónlist.

 

Hér á plötunni eru allskonar lög. Lög sem ég hef lært fyrir ykkur, lög sem hafa fylgt mér gegnum lífið og lög sem ég hef samið sjálf. Mörg ykkar eiga svo erfiðar sögur og hafið upplifað þannig sorg í lífinu að ég gleymi ykkur aldrei. Þetta eru alls 16 lög. 

 

Ég fór til Finnlands með Matta Kallio tónlistamanni. Hann sá um að útsetja strengina og skrifa út lögin fyrir okkur. Hann kynnti mig fyrir dásamlegum strengjaleikurum og upptökufólki.  Þarna vorum við öll saman, ein í heiminum og spiluðum og tókum upp fallega tónlist. Það var allt tekið upp á sama tíma því í samspili verður til einhver ólýsanleg töfrandi tilfinning, þar sem allir eru á tánum að vanda sig og hlusta eftir hvort öðru.

 

Ég vissi strax hvað platan átti að heita. 

Hún heitir einfaldlega það sem hún er.... Til þín.

 

Nú getur þú sest niður og hlustað á lagið sem minnir þig á þann sem þú saknar og hugsað....
„ég hugsa til þín“

Til þín - Guðrún Árný .png

Verð: 8.500

Söluaðili: Gunso slf.

Kt. 420522-1260

Platan er til sölu hér í forsölu, og tilbúin til afhendingar um miðjan október.  (Sendingarkostnaður bætist við)

Einnig verður hún til sölu á útgáfutónleikunum í Vídalínskirkju 2. nóvember.

© 2023 Guðrún Árný

Hannað af Árni Friðberg Helgason

bottom of page