top of page

BRÚÐKAUP

Ég syng og leik sjálf undir á píanó. Ég kem með gott hljóðkerfi og ef það er ekki píanó í kirkjunni þá kem ég með rafmagnspíanóið mitt með mér.

Ég get spilað hvaða lög sem er og finnst gaman að læra ný lög og er alls ekki bundin neinum lagalista.

 

Ég get spilað brúðarmarsana inn og út, hvort sem er á orgel eða á píanó. Þá get ég einnig sýnt brúðhjónunum ýmsa aðra möguleika á fallegum dægurlögum sem henta vel sem innspil og útspil.

 

Brúðhjónunum stendur svo til boða að koma heim til mín til að hlusta á tóndæmi við píanóið ef þau/þær/þeir óska þess.

 

Ég er afar stundvís og legg áherslu á að mæta tímanlega.  Innifalið er píanóleikur á undan, meðan gestir bíða eftir að athöfnin hefjist.

Veislan 

​Ég mæti í veislur,  bæði með stutt uppbrott eða lengra þar sem ég tek hópinn með í fjöldasöng. Bæti þá yfirleitt við að spila yfir fyrsta dansi brúðhjónanna.

  

Get tekið að mér syngjandi veislustjórn.

Ég á hljóðkerfi og allt sem þarf fyrir gott partý.

Boho Wedding Couple

SYNGJUM SAMAN

Ég tek að mér að spila og syngja á skemmtunum, veislum, tímamótum eða öðrum tilefnum. Ég kem sjálf með hljóðkerfi og allt sem þarf til að halda góða veislu.

 

„Sing-along“ tryggir mesta stuðið og þá tek ég alla með mér í partý-söng og fjör. EÐAL PARTÝ
 

Toast

JARÐARFARIR

Val og flutningur tónlistar er mikilvægur hluti af fallegri athöfn þegar ástvinur er kvaddur. 

 

Ég býð upp á fallegan píanóleik á undan athöfn og syng og spila þau lög sem óskað er eftir hverju sinni. Ég get spilað hvaða lög sem er og er ófeimin að takast á við ný lög.

 

Ég er vön að sjá um allan tónlistarflutninginn og er tilbúin að leika undir á píanó hjá öðrum söngvurum eða sönghópum ef þess er óskað. 
 

Flower Arrangement
bottom of page